ja_mageia

Vistakstur

-snýst um að ökumenn verði meðvitaðri um aksturslag sitt.

  • Narrow screen resolution
  • Wide screen resolution
  • Increase font size
  • Decrease font size
  • Default font size
Vistakstur- námskeið til sparnaðar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Með vistakstri má bæði draga úr mengun og spara fé, einnig stuðlar vistakstur að öruggari og þægilegri akstri.

 

Sparnaður og minni mengun

 

Markmið námskeiðsins er einkum tvíþætt: Í fyrsta lagi að draga úr losun mengandi efna við akstur og í öðru lagi að spara kostnað með því að haga akstri þannig að ökutæki brenni minna eldsneyti. Sé þessum markmiðum náð hafa þau reyndar aðrar jákvæðar afleiðingar eins og minna slit á ökutækjum og öruggari og þægilegri akstur.

 

Munar um minna

 

Algengt er að meðal eldsneytissparnaður þátttakenda sé á bilinu 11,5 %  og getur farið allt upp í 25% sparnað í eyðslu, en algengur sparnaður í lítrum er á bilinu 10-18 %.  Meðalakstur fólksbíls á ári getur verið 15 þúsund kílómetrar. Meðaleyðsla getur verið 10 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Eyðslan er þá 1500 lítrar á ári og 10% sparnaður er 150 lítrar. Ef verð á hverjum lítra er 255 kr. er sparnaður 38.250 kr. Sparnaður getur auðveldlega orðið meiri.

 

Ökukennarinn

 

Ég heiti Marteinn Guðmundsson og sinni í dag eingöngu starfi mínu sem ökukennari. Ég varð löggiltur ökukennari frá KHÍ árið 2000. Frá þeim tíma hef kennt til almennra ökuréttinda og við aukin ökuréttindi, bæði verklega kennslu og bóklega, auk vistaksturs.

 

Kostnaður

 

Kostnaður við vistakstur er lítill.  Lágmarkskostnaður felst í tveimur ökutímum þar sem nemandi ekur sömu leiðina tvisvar.

 

Námskeið

 

Algengt er að hópar og fyrirtæki semji um vistaksturskennslu sem þá felst í bóklegu námskeiði og vistaksturskennslu fyrir hvern og einn þátttakanda. Kostnaður við slíka fræðslu er fljótur að skila sér í aukinni hagkvæmni og sparnaði í eldsneytiskostnaði.

 

Bíllinn

 

Ég kenni á Opel Insignia.  Bíllinn er sérútbúinn með tækjum til vistaksturs